Tuesday, September 24, 2013

A letter to a pervert in a bookstore


Dear mister,
I want to believe there's something more to the world.
I want it so intensely, I'm not even ready to admit that there isn't.
It's a naive hope for an escape from a reality
Where women are raped and children die of hunger.
I'm not desperate but I like to seek out places that seem plausible for adventures
Like bookstores.
Where I can always at least pick up a book and it's an instant adventure.
This one was really nice,
Although the shelves were labelled incorrectly
And I went to the second-floor balcony because the label said "second hand books"
And I was searching for a cheap one.
I wanted to see what the balcony looked like anyway.
It was beautiful, with a narrow staircase and carved handrail
And stained glass windows.
Feeling guilty for not intending to buy the book I picked up and started reading in a corner
My mind wandering maybe I should ask permission maybe I should just buy the book
But all the while enjoying the surroundings
Romantically fantasising about all the years this bookstore had existed
And all the books it had kept
All the stories read
All the people who had come there
Worked there
Read there, enjoyed the silence
Interrupted by a tapping sound
Maybe they had had romances.
I wonder what the weather must have been like.
I bet one of those shelves has a hidden passageway behind it.
Smiling to myself, definitely intending to come again to the store
And enjoy reading in silence and fantasise about its magic
What is that tapping sound?
Looking up I meet your stare 
I was too naive to believe the first time I noticed
And in my innocence gave you all you needed to fantasise all over the back of a book
Hastily leaving the bookstore back into reality
Wondering if you'll at least buy the book.

Friday, November 23, 2012

Um jafnan rétt til öryggis í umferðinni


Það er annar í jólum. Í fjóra daga hefur verið blindbylur. Ég beið fram á kvöld með að leggja af stað, það átti að lægja með kvöldinu. Ég varð að fara til að geta mætt í vinnu morguninn eftir. Loks myndast smuga, ég dríf mig af stað. Það er flughált og snjóflóðahætta á Siglufjarðarleið. Þverhníft á báða bóga, upp til vinstri og niður til hægri. Ég horfi fram á við, ég hef oft keyrt þessa leið og kalla ekki allt ömmu mína. Ég hef haft martraðir um þessa leið síðan ég var krakki. 

Fyrsti hluti ferðarinnar gekk hægt, í slíkum aðstæðum er ekki æskilegt að keyra á meiri hraða en 30 - 40 km/ klst. Leiðin er mjög bugðótt og óstabíl - fyrir þá sem ekki þekkja til, þá eru þar margar og miklar brekkur og hættulegar beygjur, og jarðsig á kafla þar sem engin leið er að segja til um ástand vegarins fyrirfram. Jarðvegurinn gæti léttilega hafa sigið síðan hann var síðast skoðaður.

Loksins er ég komin inn í Fljót en tíminn er liðinn, smugan er lokuð. Blindbylur skellur aftur á með mikilli snjókomu. Ég mjakast áfram. Þykkt lag safnast á veginn. Ég á bágt með að sjá á milli stika. Hringi í mömmu, kannski er best að snúa bara við. Stundum er maður bara veðurtepptur, það hlýtur að vera ásættanleg afsökun til að mæta ekki til vinnu.

En það var ekki í boði. Þegar ég heyri í mömmu var hún búin að frétta frá frænda okkar sem býr í Fljótunum og var á leið inn á Siglufjörð um svipað leyti og ég var að keyra inn í Fljót, að snjóflóð hefði fallið yfir veginn og hann hafði þurft að snúa við. Ég mátti til að halda áfram.

Ferðin tók fjórar klukkustundir. Ég keyrði á annan í jólum frá Siglufirði til Akureyrar yfir 200 km leið til að geta mætt í vinnu daginn eftir. Ég hefði getað orðið fyrir snjóflóði, keyrt út í sjó eða útaf einhverri brekkunni eða beygjunni, eða setið föst í snjóskafl í Skagafirði.

Svona aðstæður heyra nú sögunni til með tilkomu Héðinsfjarðargangna. Ég get farið heim um jólin og aftur í vinnuna á Akureyri nokkuð áhyggjulaust og það tekur eina klukkustund. Mig dreymir samt ennþá martraðir um Siglufjarðarleið.

Göngin kostuðu miklu meira en þau áttu að gera. Við getum ekkert gert í því núna. Það þýðir ekki að okkur sem búum á landsbyggðinni finnist vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu óþarfar. Það er enginn að reyna að halda því fram. En þær eru ekki þarfari en okkar. Þó að óneitanlega séu fleiri líf sem lenda í hugsanlegri hættu í umferðinni í höfuðborginni, þá eru aðstæðurnar oft mun hættulegri á landsbyggðinni. Við höfum lært að haga okkur eftir aðstæðum, kannski ættuð þið að gera það líka.

Wednesday, November 21, 2012

Misskilgreiningin á femínisma

Mikið hefur verið um femínískar umræður á veraldarvefnum þessa síðustu mánuði. Það eru auðvitað skiptar skoðanir í þessum málum eins og öðrum, hvaða máli skiptir það að stelpuís og stelpubækur séu bleikar? Allar stelpur elska bleikt.

Ég ætla ekki að útskýra af hverju það er ekki allt í lagi. Það eru nógu margir að heyja þessa baráttu og það gengur ekki vel. Ég ætla hins vegar að tækla misskilning sem ég hef rekið mig á og ég veit að ég er ekki sú eina. Hin neikvæða sýn á femínisma. 

Nýlega tók ég þatt í umræðu á Fésbókinni um grein af bleikt.is þar sem heimavinnandi húsmóðir kvartaði undan aðkasti sem hún hefur orðið fyrir af hálfu femínista vegna þess að hún er heimavinnandi. Ég ætla ekkert að þykjast vera að tala fyrir hönd allra femínista. Sumir eru róttækari en aðrir. Persónulega þætti mér mjög notalegt að vera heimavinnandi. 

Svo að ég, sem femínisti, dæmi ekki þessa konu fyrir að vera heimavinnandi*. Enda eru ekki allir femínistar eins. Femínistar eru bara fólk eins og annað fólk sem vill jafnrétti milli kynjanna. Þeir lykta ekki öðruvísi, tala ekki öðruvísi og eru ekki önnur tegund af fólki. Og það sem mestu máli skiptir, þeim finnst ekki að konur eigi að vera æðri í þjóðfélaginu (fyrir utan það að það væri langt frá því að vera raunhæft eins og staða kvenna er í dag).

(Þegar Hildur Lilliendahl byrjaði á túr í Strætó og þurfti að sitja á poka svo það sullaðist ekki í sætið, þá ræddi hún það opinberlega, ekki til þess að ota túrblóðinu sínu framan í fólk og krefjast þess að það væri ærða en blóð karla. Það á engin kona að þurfa að skammast sín fyrir að byrja skyndilega á túr.** Við getum ekkert að því gert.)

Eftir nokkrar rökræður yfir greininni á bleikt.is um það hvort femínismi ætti rétt á sér eða ekki, komst ég að þeirri niðurstöðu að til er fólk sem hefur mjög ranga mynd af femínisma og telja að femínismi sé á öndverðum meiði við ,,jafnréttissinna". Þar var ég búin að sitja sveitt að rökræða við fólk sem var í alla staði sammála mér um allt sem um var rætt nema skilgreininguna á femínisma.

Á vef Femínistafélags Íslands eru stefnumál mjög skýr. Þar segir ekkert um að konur séu betri eða að þeirra vandamál séu mikilvægari en karla. Fyrst og fremst er stefna þeirra að vinna að JAFNRÉTTI kynjanna. Ástæðan fyrir því að femínistar hafa barist fyrir réttindum kvenna frekar en karla er bara sú að í gegnum tíðina hefur verið þörf á því eingöngu. Ef þú ert ekki sammála því, mæli ég með því að þú takir nokkra söguáfanga. En staða kvenna í dag er mun betri en hún var fyrir 50 árum. Það þýðir samt ekki að hún sé eins og hún á að vera.

En kannski er hugtakið úrelt og villandi, en ég er orðin þreytt á því að verða fyrir aðkasti fyrir að segjast vera femínisti. Það væri jafnvel hægt að segja að ég sé í sömu stöðu og konan sem skrifaði greinina á bleikt.is - hún er að verða fyrir aðkasti af einhverjum ákveðnum þjóðfélagshóp fyrir einhverja ákveðna stöðu sem hún tilheyrir. Er ekki rétt sem einhver sagði, að konur séu konum verstar?

Konur, og karlar - við verðum að standa saman. Það þýðir ekki að við þurfum að vera sammála um að stelpuís megi ekki vera bleikur heldur er mikilvægt að umræðan eigi sér stað! Þú þarft ekki að hafa endanlega skoðun, bara taka þátt í umræðunni, því umræðan hvetur fólk til umhugsunar og hvort sem endanleg niðurstaða næst og hvort hún fær að njóta sín í umræðunni, þá skiptir mestu máli að hún eigi sér stað. Því við gætum komist að þeirri niðurstöðu að við séum öll sammála, en að við séum bara ekki að nota sömu orðin eða erum ekki að ræða málin á sama grundvelli.

Því þegar ég spyr, hvort okkur finnist það allt í lagi að konur séu heimavinnandi, þá er ég ekki að spyrja hvort einhver vilji vera heimavinnandi - heldur hvort allar konur eigi að vera heimavinnandi af því þær eru konur! Femínismi berst fyrir jafnrétti kynjanna. Erum við ekki öll sammála um að konur og karlar eigi að hafa jöfn tækifæri?

Að lokum langar mig að minna á þá staðreynd að þegar Súffragetturnar í Englandi voru að berjast fyrir kosningarétti kvenna eftir aldamótin 1900 voru helstu andstæðingar þeirra ekki karlar (þó þeir hafi reyndar verið smeykir um afleiðingarnar) heldur konur sem voru sáttar með sína stöðu og vildu bara ekkert fá kosningarétt og fannst þetta allt saman ,,most un-ladylike". En ég held við getum öll verið sammála um að konur eigi að vera jafnvígar körlum þegar kemur að kosningum. Er ekki svo?

*Hins vegar titlaði hún greinina "Gömlu góðu kynhlutverkin" sem mig grunar að hafi verið vanhugsað hjá henni.
** Ég tek þetta dæmi með bessaleyfi. Þetta er mín túlkun á umræðunni.

Sunday, November 4, 2012

Að velja skóla

Þetta er geðveikt erfitt, gæs. Á ég að halda áfram að læra enskar bókmenntir eða á ég að fara í hönnun?

Mér finnst námið sem ég er í núna algjör snilld - allt er spennandi og áhugavert (utan við stöku kafla um hagkerfið eða eitthvað álíka, það eru undantekningartilfelli) og ég gjörsamlega gleymi mér þegar ég er að læra. Mér finnst líka snilld að vita svona og þekkja þessi stóru skáld. Svo langar mig líka bara að skrifa bók og eftir því sem ég hef heyrt þá er það besta sem maður getur gert ef maður ætlar að skrifa bók að lesa bara sem mest. Mig langar að klára þetta nám í Lon og það eru nokkrir skólar sem koma til greina:

Kingston University
University of Westminster
Middlesex University
Roehampton University

Kingston er í suð-vesturhluta borgarinnar, ekki langt frá Heathrow. Ég hef aldrei skoðað þennan hluta borgarinnar svo ég veit ekkert. Westminster er alveg oní bæ, rétt hjá Oxford st. Ég hef mest skoðað hann og lýst best á námið sem þeir bjóða upp á en er ekki spennt fyrir þessari staðsetningu og leiguverð er sennilega hærra og erfiðara að fá gott húsnæði. Middlesex er mjög norðarlega, eiginlega of norðarlega. Það er næstum að túban nái ekki þangað, sem þýðir meiri kostnaður í að komast niður í bæ ef ég ætla mér þangað (sem ég geri ráð fyrir að gera reglulega). Ég man ekkert hvar Roehampton er. Ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir honum.

En ég held að við getum öll verið sammála um að föt eru það sem ég geri best. Það hefur farið mest í taugarnar á mér síðan ég byrjaði í enskunni að ég hef ekki haft neinn tíma til að sauma. Þegar ég er mest í stuði til að sauma hef ég minnstan tíma til þess en næ engan veginn að einbeita mér að námsefninu og enda bara á því að blogga um það. Ég væri svo til í að teikna föt og búa til snið og spekúlera í tískunni, það gæti verið svo notalegt líf! En mig langar ekkert sérstaklega að detta inn í tískugeirann svo ég var að hugsa um að það gæti verið gaman að fara í búningahönnun. Fötin sem mig langar að búa til eru öll frekar historic (not to be confused with hysteric) hvort eð er. Til dæmis held ég að ég væri fab í svona rókókó jakka:


Þegar ég ætla að gefa dæmi um svona jakka, þá finn ég aldrei almennilega mynd. Ennþá meiri ástæða til að sauma hann sjálf.

Og það eru auðvitað enn fleiri skólar sem koma til greina í þessum bransa. Rose Bruford gefur af sér gott orðspor, University of the Arts var ég búin að skoða og hann er alveg miðsvæðis, reyndar í sömu götu og Uni. of Westminster, Central School of Speech and Drama og fleiri.

Svo þarf að skila inn portfolio fyrir bæði hönnun og skapandi skrif (ég hafði hugsað mér að taka skapandi skrif með enskum bókmenntum) og til að gera allt ennþá meira spennandi þarf ég yfirleitt að vera búin að sækja um í janúar, svo ég þarf sennilega að vera að vinna í portfolio-i með jólaprófunum.

Öll ráð vel þegin.

Friday, November 2, 2012

Um einelti

Svo virðist vera að það sé óhjákvæmilegt að samfélagið velji úr einstaklinga til að níðast á. Þetta á líka við um fullorðið fólk, en það er meira áberandi hjá börnum. Sennilega er hægt að útskýra það á einhvern hátt en ég ætla ekki að fara út í það hér og nú. Stundum er kannski jafnvel hægt að segja að valið sé handahófskennt, og eflaust myndu margir sem í þessu lenda vera lausir undan því í öðru og/eða stærra samfélagi. Hvort sem það er handahófskennt eða ekki, þá er það engin leið til að réttlæta það. Það ætti enginn að þurfa að vera sannfærður um að vera annars flokks og hafa minni tilverurétt en aðrir.* Þið megið vita að ég var hissa þegar ég fattaði það.

Og hvernig fyrirgefur maður svona?* Ég tek hattinn ofan fyrir þeim sem hafa einfaldlega fyrirgefið brosandi og lifa í sátt við sitt og sína gerendur. Það sem mér finnst verst er þegar gerendurnir viðurkenna ekki gjörninginn eða halda honum jafnvel áfram og finnst það bara allt í lagi. Þetta hefur auðvitað ekki sömu áhrif á mig lengur, en ég hef staðið sjálfa mig að því að hugsa að, ,,hvað halda þau að þau séu, að tala við mig? Þú hefur ekki unnið þér inn rétt til að yrða á mig." Því heldur þetta fólk virkilega, að það geti bara látið eins og ekkert sé?

Því þó það séu fjöldamörg ár síðan, og þó svo ég reyni að erfa þetta ekki við neinn, (börn vorum við og börn finna ekki til ábyrgðar á náunganum), þá er staðreyndin sú að einu samskiptin sem ég hef á ævinni átt við þetta fólk (eða í það minnsta sum þeirra) voru annað hvort andstyggileg eða engin. Það er ekki bara hægt að byrja upp á nýtt að þekkja einhvern. Og þó svo ég ætlaði mér það, þá gæti ég ekki gefið þeim sama grundvöll og fólk sem ég hef aldrei þekkt og hefur aldrei komið illa fram við mig. Mínus stig fyrir þig. Ýkt óheppin/n.

Og það er ekki fyrr en nýlega að ég hef sætt mig við nafnið mitt, mitt eigið nafn. Það hafði öðlast neikvæða merkingu. Þegar á mig var yrt var það sagt í niðrandi tóni og þegar ég heyrði það notað var það til þess að lýsa einhverju óeftirsóknarverðu. Skali fyrir eitthvað ljótt og ógeðslegt. Fólk sem ég kynntist á menntaskólaárunum kalla mig alltaf Pálu, ég kynnti mig aldrei sem Pálínu. Ég var ekki Pálína og vildi ekki vera Pálína. 

Forvarnarstefna gegn einelti var mjög sterk í mínum skóla og það munu eflaust einhver af skólasystkinum mínum reynda að þræta fyrir það að ég hafi verið lögð í einelti. Ég hef engar ljótar reynslusögur - sem betur fer. Ég var að mestu leyti bara látin vera. Eða hundsuð, er sennilega réttara hugtak. Það þýðir samt ekki að það hafi ekki verið erfitt.

En það vita allir að það er ljótt að leggja í einelti. Það þarf ekki að kenna krökkum það. Það vaknar enginn á morgnanna og hugsar ,,shit hvað ég ætla að vera vondur og leggja marga í einelti í dag." Hverju er ábótavant í forvörnum? Hvað er það sem fær börn til þess að þurfa að ýta einhverjum undir?

Þessi vaxandi umræða um einelti er ekki að gera gagn af því það eru bara þolendur eineltis sem segja sína sögu. Því miður eru gerendur ekki alltaf meðvitaðir um að þeir hafi verið gerendur. En ég skora á þá sem vita upp á sig sökina að setja sitt innlegg í umræðuna.

*Þessi grein átti upphaflega að vera athugasemd við grein Bylgju Babýlons en ég fann að ég hafði miklu meira að segja. Atriði merkt með stjörnu eru punktar sem ég tók frá henni með bessaleyfi.

Wednesday, October 24, 2012

Anna Karenina

Mér sýnist að þetta ætli að verða búningamynd að mínu skapi. Ég byrjaði aðeins að lesa bókina í sumar en náði ekki að klára hana áður en skólinn byrjaði. 


Wednesday, October 17, 2012

Grænmetisbollur

Þetta er mjög einfalt.
Yfirleitt sýð ég bara það sem ég á til af grænmeti (en kaupi yfirleitt eitthvað stórt, t.d. blómkál fyrir tilefnið). Í þetta skiptið átti ég:

1 blómkálshaus
1/2 stór rófa (sbr 1 lítil)
1/2 rauð paprika
1/2 appelsínugul paprika
2 sellerístönglar
1/2 laukurSauð þetta samviskusamlega í 10 - 15 mínútur og skellti svo öllu saman í blandarann. Helti svo gumsinu í skál og hrærði saman við þetta:

200 - 250 gr. kartöflumjöl (þykkir deigið og gerir það... samheldið?)
1 - 2 msk grænmetiskraftur
1 msk basilika
1 tsk paprikuduft
1 tsk maldon salt
smá hvítlaukspipar

Hrærði þessu saman þannig úr varð þetta fína deig.
Bjó til bollur með matskeið og steikti á pönnu báðum megin.
Það er gott að steikja þær stutt fyrst á fyrri hliðinni, snúa þeim svo við og þrýsta létt ofan á þær með spaðanum til að fletja þær aðeins út og steikja þær svo aðeins lengur á fyrri hliðinni þegar seinni hliðin er orðin steikt.

Svo leyfi ég þeim að kólna og set þær í frystinn. Algjör snilld að grípa með í vinnuna þegar það er enginn afgangur frá kvöldverði fyrri dags.

Síðast þegar ég gerði svona bollur var ég með gulrætur og kartöflur líka, en minna af rófu, og ég ákvað reyndar að velta þeim upp úr hrærðu eggi líka en ég gerði það ekki núna. Þær voru rosalega góðar, sérstaklega með tómatsósu - spennandi að smakka þessar í vinnunni á morgun.